Video

Rich Text

Starfar þú í ferðaþjónustu án markaðsdeildar?

Þá er þetta eitthvað fyrir þig!

Skráningarhnappur

Viltu taka þátt?

Miðað við 12 manns á hverri vinnustofu

Skráningu lýkur fimmtudaginn 2. október!

Söluaukning

Söluaukning

Fáðu fleiri fyrirspurnir sem leiða til aukinnar sölu og hagnaðar

Sjálfvirkni

Sjálfvirkni

Minna umstang og meiri tími fyrir persónulegri þjónustu

Sjálfstæði

Sjálfstæði

Jafnaðu sjóðsstreymið með sölukerfi sem þú stýrir sjálf(ur)

Námskeiðslýsing

Hagnýting Tripadvisor og samfélagsmiðla í ferðaþjónustu

Kannanir sýna að 93% ferðamanna styðjast við umsagnir á netinu við undirbúning ferðalaga og 87% ferðamanna finnst dómar á Tripadvisor.com veita auka traust þegar kemur að bókunum.

Sýnileiki = Hagnaður

Sýnileiki ferðaþjónustuaðila á Tripadvisor og samfélagsmiðlum er gríðarlega mikilvægur, en hvernig er hægt að bæta þennan sýnileika?  

Tólin og aðferðirnar eru óteljandi en tíminn er naumur.  Með réttum áherslum er þó hægt að ná miklum árangri með einföldum hætti.

Image

Námskeiðslýsing

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað aðilum í ferðaþjónustu til að skapa sér sess á netinu.  Það nýtist sérstaklega einyrkjum og smærri fyrirtækjum án markaðsdeildar til að uppgötva nýjar leiðir til að einfalda alla vinnu við markaðsmál, vöruþróun og samskipti við viðskiptavini á netinu.  

Hvað er tekið fyrir?

Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir, virkni Tripadvisor.com og Facebook og samspil þessara miðla.  Skoðuð verða dæmi um frábæra umsagnarækt og tækifæri til úrbóta.

Æskilegt er að þátttakendur þekki sinn markhóp og hafi skýra markaðsstefnu, en námskeiðið nýtist einnig þeim sem eru enn að þróa markaðsaðgerðir.

Hvað mun ég læra á námskeiðinu?

Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa skýr svör við eftirfarandi spurningum:

 • Hvað eru mikilvægustu markaðsaðgerðirnar fyrir mitt fyrirtæki?

 • Á hverju byggja aðgerðir sem eru bæði einfaldar og áhrifamiklar?

 • Hvernig finn ég tíma til að sinna markaðsmálum?

Markmiðið er að þátttakendur geti strax byrjað að auka sýnileika sinn á netinu, með áherslu á þær umsagnir sem viðskiptavinir þeirra veita þeim m.a. á Tripadvisor.com

Logo/Header

Um leiðbeinandann

Um leiðbeinandann

Helgi Þór Jónsson er kerfisfræðingur T.V.Í. og hefur starfað við kennslu og verkefnastjórnun í 20 ár.  Hann hefur víðtæka reynslu af innleiðingu á nýjum hugmyndum.  Helgi Þór er bæði markþjálfi og Master Practitioner NLP og byggir kennslutækni sína á þeim aðferðum.

    

SPONTA logo

Umsagnir

Umsagnir þátttakenda

 • Ég var mjög ánægð með námskeiðið þitt og þvílíkt góðir punktar sem ég mun nýta mér

 • Þú gerðir þetta númer eitt einfalt og þannig að þegar ég fór fannst mér ég hafa margar hugmyndir og eitthvað í höndunum til að vinna með. Ég hafði gaman að hvernig þú blandaðir persónulegum reynslusögum sem gáfu góða mynd af því sem þú varst að fjalla um. Það voru margir góðir punktar og praktískar ábendingar sem þú sýndi til að gera vinnuna okkar einfaldari.

 • Mér fannst þú gera flókið mál einfalt eins og með markaðstækifæri og fleira. Þarf ekki alltaf að flækja málin um of, ég er amk fyrir að hafa þá einfaldari annars bara fer þetta í flækju í (ADHD) hausnum á mér.

 • Þetta var afar hagnýtt námskeið. Það var víða komið við og margt athyglisvert sem vakti umhugsun. Ég mun sannarlega nýta það í starfi, taka litlu skrefin í rétta átt á hverjum degi og hugsa um ráðin sem við fengum í dag.

 • Einföld og skýr framsetning á efninu. Þegar maður hugsar eftir námskeiðið "já auðvitað er þetta svona", þá hlýtur að vera einhver skynsemi í því sem fram kom á námskeiðinu. Ég er strax farinn að nýta mér námskeiðið, t.d. með því að koma meira skipulagi á markaðsmálin.

Rich Text

Dagskrá

Skráning lýkur fimmtudaginn 2. október.

Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 7. október með fjarnámi.  Þátttakendur fá vikulega send kennslumyndbönd og verkefnablöð til að undirbúa vinnustofur nokkrum vikum síðar.  Alls spannar námskeiðið 6 vikur, gera má ráð fyrir hálftíma til tveimur tíma í ástundun í hverri viku.

Fjarnámið skiptist í 4 vörður, með nýju kennslumyndbandi og verkefnablaði í hverri:

 • Varða 1:   7. október
 • Varða 2:  14. október
 • Varða 3:  21. október
 • Varða 4:  28. október

Vinnustofurnar verða á 3 stöðum, ein vinnustofa fyrir hvern hóp:

 • Vík í Mýrdal fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13-17
 • Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13-17
 • Selfossi fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13-17

Image

Rich Text

Innifalið í námskeiðinu

 • 4 kennslumyndbönd full af fróðleik 
 • 4 heimaverkefni (ca. 0,5-2 tíma ástundun á viku)
 • Hnitmiðuð handbók sem þú sníður að þínu fyrirtæki
 • Stuðningshópur á Facebook
 • Þjálfun og æfingar á vinnustofum í grennd við þig:
  • Vík í Mýrdal
  • Höfn í Hornafirði
  • Selfoss


Námskeiðsgjaldið er niðurgreitt af SASS og er því einungis 7.500 kr.

Rich Text

Viltu hugsa málið?

Skráningu lýkur þriðjudaginn 2. október.  Við sendum þér póst til að minna á lokadag skráningar!

Newsletter

Rich Text

Langar þig að deila upplýsingum um þetta frábæra námskeið?  Þá máttu smella á ljósbrúnu hnappana hér fyrir neðan.

Share

Powered by ShortStack